fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Herþotur mæta til leiks á Íslandi – Búist við þeim á Egilsstöðum næstu daga

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 11:02

mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan sagði frá því fyrir helgi að von væri á fjórum F-35 orrustuþotum norska flughersins hingað til lands í byrjun þessarar viku ásamt 130 norskum flughersmönnum. Munu vélarnar og mennirnir sem þeim fylgir hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tekið er fram í tilkynningu gæslunnar að strangar sóttvarnareglur gildi um sveitina á meðan dvöl hennar stendur hér á landi og er framkvæmdin unnin í samvinnu við meðal annars Landlæknisembættið.

„Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir,“ segir í tilkynningunni.

Í frétt Austurfréttar um málið segir að aðflugsæfingar á Egilsstöðum verða frá og með deginum í dag og til föstudagsins 5. mars.

Vera norska flughersins er hluti af loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

F-35 herþotur eru eins manna, eins hreyfils herþota framleidd fyrst og fremst fyrir bandaríska herinn í af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þotan fór í sitt jómfrúarflug árið 2006 en var fyrst tekin í notkun árið 2015. 14 ríki hafa síðan keypt vélina af Bandaríkjamönnum og hana út, þar á meðal eru átta NATO ríki.

Myndbandið hér að neðan er frá fyrri dvöl norska flughersins hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“