fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Herþotur mæta til leiks á Íslandi – Búist við þeim á Egilsstöðum næstu daga

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 11:02

mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan sagði frá því fyrir helgi að von væri á fjórum F-35 orrustuþotum norska flughersins hingað til lands í byrjun þessarar viku ásamt 130 norskum flughersmönnum. Munu vélarnar og mennirnir sem þeim fylgir hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tekið er fram í tilkynningu gæslunnar að strangar sóttvarnareglur gildi um sveitina á meðan dvöl hennar stendur hér á landi og er framkvæmdin unnin í samvinnu við meðal annars Landlæknisembættið.

„Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir,“ segir í tilkynningunni.

Í frétt Austurfréttar um málið segir að aðflugsæfingar á Egilsstöðum verða frá og með deginum í dag og til föstudagsins 5. mars.

Vera norska flughersins er hluti af loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

F-35 herþotur eru eins manna, eins hreyfils herþota framleidd fyrst og fremst fyrir bandaríska herinn í af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þotan fór í sitt jómfrúarflug árið 2006 en var fyrst tekin í notkun árið 2015. 14 ríki hafa síðan keypt vélina af Bandaríkjamönnum og hana út, þar á meðal eru átta NATO ríki.

Myndbandið hér að neðan er frá fyrri dvöl norska flughersins hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði