fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Hinn grunaði neitar sök – Farsímagögn könnuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 13:55

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur albanskur maður, sem grunaður er um að hafa skotið Armando Bequiri til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði, laugardagskvöldið 13. febrúar, neitað sök. Segist hann ekkert hafa haft með morðið að gera.

Maðurinn er Albani á fertugsaldri, búsettur hér á landi. Hann gaf sig fram við lögreglu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Tvær kenningar eru á lofti um orsök morðsins. Önnur er sú að það tengist uppgjöri í undirheimum og tilræðið hafi verið fyrirskipað. Hin er sú að um hafi verið að ræða persónulega óvild milli tveggja manna. Umræddur maður kannast ekki við að tengjast neinu slíku, hvorki undirheimauppgjöri né hafa borið óvildarhug til hins látna.

Samkvæmt öðrum heimildum DV hefur lögregla meðal annars sóst eftir snjallsímum og öðrum tæknibúnaði í víðtækum húsleitum sem gerðar hafa verið í rannsókninni. Ekki liggur fyrir hvort henni hafi tekist að afla þeirra gagna sem hún leitar eftir. Samkvæmt frétt Vísis í dag er unnið að því að kortleggja ferðir manna sem eru í varðhaldi vegna málsins út frá farsímagögnum.

Vænta má fréttatilkynningar frá lögreglu um málið á morgun en hún verst enn allra frétta af rannsókninni í dag.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast