fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Maður sem grunaður er um morðið á Armando gaf sig fram við lögreglu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 14:24

Lögregla að störfum á vettvangi. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur karl­maður sem er bú­settur á Íslandi er grunaður um að hafa orðið Armando Beqirai að bana um síðustu helgi í Rauða­gerðismálinu svokallaða. Á heimili hans fundust merki um að skotið hefði verið úr byssu á sjálfu heimilinu. Vísir greinir fyrst frá þessu.

Eins og staðann er núna eru tíu í haldi lögreglu. Samkvæmt Fréttablaðinu gaf maðurinn sem um ræðir sig fram við lögreglu seint á þriðju­dags­kvöld, með að­stoð verjanda síns. Þá kemur fram að hvorki hann né aðrir sem eru í haldi lög­reglu hafi játað aðild aðild að málinu.

Af mönnunum tíu sem eru í haldi lögreglu er einungis einn Íslendingur. Sá maður er Anton Kristinn Þórarinsson, sem var mikið í fjölmiðlum í janúar sökum leka á lögreglugögnum sem gáfu til kynna að hann hefði verið uppljóstrari hjá fíkniefnalögreglunni.

Eftir að fréttir af gagnalekanum fóru á flug mun Anton hafa sótt sér í auknum mæli vernd erlendra manna. Þessi menn eru nú meðal þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld