fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fjórir handteknir í gær vegna morðsins í Rauðagerði – Samtals átta í haldi lögreglu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 15:07

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær fjóra karlmenn vegna rannsóknar sinnar á morðinu í Rauðagerði síðastliðna helgi. Samtals eru því átta í haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu um málið. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen var handtekinn fljótlega eftir morðið seint á laugardagskvöld og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til fjögurra daga. Þrír voru svo handteknir í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags. Á meðal þeirra var Anton Kristinn Þórarinsson. Voru þeir úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald seint í gærkvöldi.

DV hefur heimildir fyrir því að maðurinn sem fyrstur var úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið handtekinn í íbúð sem Anton hafði til umráða og hafði séð erlendum mönnum sem voru á hans vegum hér á landi fyrir. Sú íbúð hefur verið innsigluð síðan um helgina.

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins, sagði Anton saklausan af aðild að morðinu í fjölmiðlum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“