fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Lögregla í þriggja bíla árekstri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. desember 2021 08:27

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja bíla árekstur varð laust fyrir klukkan níu í gærkvöld þegar ekið var aftan á lögreglubíl sem hafði gefið öðrum bíl merki, með forgangsljósabúnaði, um að stöðva akstur. Við aftanákeyrsluna kastaðist lögreglubíllinn aftan á bílinn sem verið var að stöðva. Einhverjir hlutu minniháttar meiðsl í árekstrinum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en staðsetning er ekki tilgreind að öðru leyti en því að atvikið átti sér stað á umráðasvæði Lögreglustöðvar 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Klukkan tíu mínútur fyrir eitt í nótt var tilkynnt um umferðarslys á Sæbraut, þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum og hafnaði hann á umferðarskilti. Ekki koma fram meiri upplýsingar í dagbók lögreglu um slysið.

Upp úr klukkan fjögur var tilkynnt um ógnandi gest á gistiheimili miðsvæðis í borginni. Fór lögregla á vettvang og neitaði gesturinn að yfirgefa staðinn. Var hann þá handtekinn og gistir nú fangageymslur lögreglu.

Alls voru 98 mál skráð í kerfi lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun. Meðal annars segir frá slagsmálum í miðborginni sem eru ekki nánar tilgreind, auk nokkurra umferðaróhappa en mikil hálka var og er á götum höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Í gær

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins

Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng

Maður á sjötugsaldri misþyrmdi 12 ára dreng