fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Lögregla í þriggja bíla árekstri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. desember 2021 08:27

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja bíla árekstur varð laust fyrir klukkan níu í gærkvöld þegar ekið var aftan á lögreglubíl sem hafði gefið öðrum bíl merki, með forgangsljósabúnaði, um að stöðva akstur. Við aftanákeyrsluna kastaðist lögreglubíllinn aftan á bílinn sem verið var að stöðva. Einhverjir hlutu minniháttar meiðsl í árekstrinum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en staðsetning er ekki tilgreind að öðru leyti en því að atvikið átti sér stað á umráðasvæði Lögreglustöðvar 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Klukkan tíu mínútur fyrir eitt í nótt var tilkynnt um umferðarslys á Sæbraut, þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum og hafnaði hann á umferðarskilti. Ekki koma fram meiri upplýsingar í dagbók lögreglu um slysið.

Upp úr klukkan fjögur var tilkynnt um ógnandi gest á gistiheimili miðsvæðis í borginni. Fór lögregla á vettvang og neitaði gesturinn að yfirgefa staðinn. Var hann þá handtekinn og gistir nú fangageymslur lögreglu.

Alls voru 98 mál skráð í kerfi lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun. Meðal annars segir frá slagsmálum í miðborginni sem eru ekki nánar tilgreind, auk nokkurra umferðaróhappa en mikil hálka var og er á götum höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“