fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Þórólfur manneskja ársins á RUV – Guðmundur Felix á DV, Vísi og Bylgjunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. desember 2021 14:31

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áramótum er venjan að velja manneskju ársins og það hefur verið gerst á helstu fjölmiðlum. DV greindi frá því í morgun að Guðmundur Felix Grétarsson, handhafi með meiru, væri manneskja ársins samkvæmt vali lesenda.

Þá greindi Vísir frá því að lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar hefðu sömuleiðis valið Guðmund Felix manneskju ársins. Það sem meira var að þau sem lentu í öðru og þriðja sæti voru þau sömu hjá DV, Vísi og Bylgjunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var í öðru sæti en Rúna Sif Rafnsdóttir, sem bjargaði lífi ungs drengs í sumar með því að gefa honum hluta af lifur sinni, var í því þriðja.

RUV hefur sömuleiðis tilkynnt um val  á manneskju ársins. Þórólfur Guðnason var í fyrsta sæti

„Ég þakka fyrir þetta kærlega en vil kannski taka það fram að mér finnst ég vera að taka við þessu fyrir hönd alls þess frábæra fólks sem hefur unnið í þessu,“ sagði Þórólfur í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2.

Í öðru sæti var Haraldur Þorleifsson sem hefur unnið að því að Rampa upp Reykjavík, og Guðmundur Felix í því þriðja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga