fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 08:00

Þetta er dæmigerður svikapóstur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar Svarts föstudags hefur mikið borið á vafasömum SMS-sendingum frá kortasvindlurum. Sérfræðingur segir að þessi hópar sjá tækifæri hér á landi og herji því á landsmenn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Fram kemur að smáskilaboðin séu titluð „important“ og látin líta út fyrir að snúast um pakkasendingar frá Póstinum. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar Póstsins, að Pósturinn muni hefja öryggisherferð á næstu dögum.

Brynja M. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Regluvörslu Landsbankans, sagði að skipulagðir glæpahópar notist við vörumerki flutningafyrirtækja. „Aðferðirnar eru þær að fólk heldur að það bíði eftir því pakki og það þurfi að greiða einhver gjöld fyrir pakkann. Þau líta sannfærandi út, þessi SMS. Þarna er svikahlekkur sem leiðir þig inn á síðu sem lítur út fyrir að hafa vörumerki flutningsfyrirtækisins. Þar ertu beðinn um kortaupplýsingar, gegnum þessa „feik“ greiðslusíðu, og þar er staðfestingarkóði með Visa-secure,“ sagði Brynja sem sagði að fólk falli fyrir þessu í fljótfærni. „Fólk tekur bara takkakóðann, sem það fær með SMS, en les ekki SMS-ið. Þessir aðilar hafa kóðann efst, en söluaðili er annar, fjárhæðin og jafnvel gjaldmiðillinn,“ sagði hún og bætti við að ekki sé hægt að endurheimta kröfur sem fara í gegnum þetta ferli. „Fólk er að tapa allt frá tugum upp í hundruð þúsunda í hverju tilviki. Við höfum ekki upplýsingar um fjölda þessara atvika, fólk tilkynnir þetta ekki til okkar og veit jafnvel að þetta er ekki endurkrefjanlegt. Þá er stundum einhver skömm til staðar,“ sagði hún.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova, sagði að í einstökum málum sé hægt að grípa inn í að höfðu samráði við Fjarskiptastofu. Hann sagði að því miður fari málum af þessu tagi fjölgandi. Hann sagði að Íslendingar séu meðlimir í þessum glæpahópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings