fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Ferðamaður klessti á staur – Bílaleigan fékk reikninginn aftur í höfuðið

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 20:00

Myndin tengist umferðinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa úrskurðaði í vikunni bílaleigu til að endurgreiða ferðamanni hátt í hálfa milljón íslenskra króna. Ferðamaðurinn hafði leigt bíl hjá bílaleiguni og ollið tjóni, en reikningurinn sem hann fékk virðist hafa verið allt of hár.

Ferðamaðurinn leigði Renault Traffic í nokkra daga og greiddi fyrir það 376 evrur sem jafngildir um það bil fimmtíuþúsund krónum. Þegar hann var að bakka bifreiðinni klessti hann á ljósastaur, sem olli tjóni á afturhurð, afturstuðara og afturrúðu.

Bílaleigan krafðist þess að ferðamaðurinn myndi borga tjónið og sendi honum rukkun upp á 3.870 evrur, eða 641.212 krónur. Ferðamaðurinn borgaði það í tveimur greiðslum.

Þó fannst ferðamanninum reikningurinn allt of hár, og hvatt bílaleiguna til að fara á annað verkstæði til að gera við bílinn. Hann ráðfærði sig við utanaðkomandi aðila, þar á meðal viðgerðaraðila, og allir sögðust hissa á því hversu há upphæðin var. Viðgerðaraðillinn sagði til að mynda að kostnaðurinn væri ekki mögulegur vegna sambærilegs tjóns. Ferðamaðurinn vildi því fá endurgreiðslu á kostnaðinum, og greiða eðlilegan viðgerðarkostnað að mati kærunefndarinnar.

Bílaleigan hafi ekki sýnt fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón vegna viðgerðarinnar. Og þá hafi kærunefndin óskað eftir upplýsingum um bílinn, líkt og hvort að hann væri kaskó-tryggður eða hvort tryggingafélag hefði bætt tjónið, en fékk engin svör.

Niðurstaða nefndarinnar var því sú að bílaleigan skyldi endurgreiða ferðamanninum 3.000 evrur, en það jafngildir 442.000 krónum.

Hægt er að lesa úrskurði nefndarinnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Fréttir
Í gær

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“