fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Algjört áhugaleysi meðal íslenskra bókaútgefenda á leyndarmálum hrunsins – „Ég skil það ekki“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 20. desember 2021 17:27

Jared Bibler og forsíða bókarinnar. Samsett mynd/icelandssecret.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu, var gestur í bókaspjalli hjá Íslandsdeild Transparency International á dögunum þar sem hann fjallaði um bókina sína sem hann skrifaði um íslenska bankahrunið, Iceland’s Secret: The Untold Story of the World’s Biggest Con.

Bibler rifjar upp að allir þrír bankarnir – Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing – voru einkavæddir  á árunum 1998-2003. Kaupþing varð stærsti bankinn og óx um 500% á þremur árum. Þetta var á tímum þegar fasteignabóla var á markaði, Range Rover urðu sífellt algengari á götum Reykjavíkur og einkaþotur flugu yfir. Allir þrír bankarnir féllu haustið 2008 og starfaði Bibler um tíma við að rannsaka bankahrunið.

Bókin er aðeins aðgengileg á ensku. Bibler vonast eftir að hún eigi eftir að koma út á íslensku líka en hann er svartsýnn.

„Ég talaði við tvo útgefendur á Íslandi. Ég byrjaði að tala við útgefanda í febrúar og mér sýnist núna að það sé enginn áhugi á Íslandi, því miður. Ég skil það ekki samt,“ segir hann.

Hægt er að nálgast bókina í verslunum Pennans Eymundsson, í erlendum netverslunum á borð við Amazon og einnig sem hljóðbók.

Transparency International eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins.

Hér má hlusta á viðtalið við Bibler í heild sinni. Það er Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri samtakanna, sem tekur viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum