fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Ung síbrotakona fór illa með Netgíró og Hagkaup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir konu fæddri árið 2000 fyrir langan lista af afbrotum. Alls er um að ræða tíu afbrot en konan var meðal annars sökuð um að hafa stolið farsíma, veski og lyklaveski af annarri konu og notað í gegnum símann aðgang að Netgíró-reikningi konunnar til að svíkja út vörur frá Hagkaup Skeifunni, Gallerí 17, Nova og Kaupfélaginu. Sveik konan út vörur að verðmæti samtals rétt tæpar 800 þúsund krónur á aðeins þremur sólarhringum. Úttektirnar voru eftirfarandi:

 

Konan var auk þess sakfelld fyrir margvísleg umferðarlagabrot og bílþjófnað. Hún játaði skýlaus öll brotin. Hún var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt ökuleyfi í fjögur og hálft ár. Auk þess þarf hún að greiða konunni sem hún stal Netgíró-kortinu af 660.000 krónur og yfir milljón í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“