fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Kvikmyndatökulið og heimsfræg leikkona tóku yfir Laugaveginn í gær – Máttu ekki segja hvað var verið að taka upp

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 12:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið um að vera á Laugaveginum í gærkvöldi, nánar tiltekið fyrir utan Lebowski Bar og Kaffibrennsluna. Fjöldinn allur af kvikmyndatökuliði var á fullu við að undirbúa upptöku á atriði en ekki var augljóst fyrst um sinn fyrir hvaða kvikmynd eða þætti verið var að taka upp fyrir.

Blaðamaður átti leið hjá Laugaveginum og ákvað að spyrja einn kvikmyndatökumanninn hvað væri eiginlega í gangi. „Ég má ekki segja þér það,“ svaraði kvikmyndatökumaðurinn og ljóst var að halda átti mikilli leynd yfir verkefninu.

Þegar blaðamaður sá leikkonuna Kaley Cuoco varð honum þó ljóst hvað var í gangi, eða hann fékk að minnsta kosti hugmynd um hvað gæti verið í gangi. Þrátt fyrir að Kaley sé hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Penny í Big Bang Theory þáttunum vinsælu eru þeir liðnir undir lok og var því augljóslega ekki verið að taka neitt upp fyrir þá.

Mun líklegra er að þarna hafi verið um að ræða upptöku á annarri þáttaröð The Flight Attendant þar sem Kaley leikur aðalhlutverkið í þeim þáttum, drykkfelldu flugfreyjuna Cassie Bowden. Fyrsta þáttaröðin vakti töluverða lukku þegar hún var sýnd á HBO og önnur þáttaröðin hefur verið í vinnslu síðan í haust á þessu ári.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af atriðinu sem verið var að taka upp á Laugaveginum í gær. Eins og sést á myndbandinu eru fjölmargar ljóshærðar konur að ganga upp og niður veginn á meðan Kaley lítur furðu lostin í kringum sig. Mögulega gæti grínið snúist um þá staðalímynd að hér og á hinum Norðurlöndunum sé ofgnótt ljóshærða kvenna.

video
play-sharp-fill

Fjallað var um veru Kaley hér á landi í síðustu viku en hún hefur verið dugleg að deila myndum af lífinu hér á landi á Instagram-síðu sinni. Í gær deildi hún til dæmis fjöldanum öllum af myndum úr heimsókn sinni til athafnamannsins Fjölnis Þorgeirssonar en hún var afar ánægð með að fá að ríða íslenskum hesti hjá honum.

Kaley segir að hún hafi virkilega þurft að hitta hesta hér á landi sökum heimþrár. „Ég er að læra að þegar þú ert langt í burtu frá heimilinu þínu og þú ert hrædd eða kvíðin þá er gott að finna eitthvað sem jarðbindur mann og minnir mann á heimaslóðirnar. Hestar. Augljóslega,“ segir Kaley í færslunni. Þá þakkar hún Fjölni innilega fyrir reiðkennsluna og daginn allan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið
Hide picture