fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Ísteka ræðst í umbætur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líftæknifyrirtækið Ísteka hyggst ráðast í miklar endurbætur á eftirliti með blóðgjöfum hryssa. Reiknað er með að þetta muni kosta tugi milljóna króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Þessar aðgerðir koma í kjölfar myndbands sem svissnesk dýraverndunarsamtök birtu og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu.

Morgunblaðið hefur eftir Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, að ekki sé búið að áætla kostnaðinn við þessar endurbætur nákvæmlega en reikna megi með að hann hlaupi á tugum milljóna króna. Fjárfesta þarf í fólki og innviðum.

Í síðustu viku rifti Ísteka samningi við tvo bændur vegna dýravelferðarfrávika. Haft er eftir Arnþóri að ástæðan sé sú meðferð sem sjáist í myndbandi dýraverndunarsamtakanna. Þar sást að illa var farið með hross af hálfu samstarfsbænda Ísteka.

Ísteka hefur átt í samstarfi við 119 bændur á þessu ári um blóðgjafir hryssa til lyfjaframleiðslu.

Haft er eftir honum að það skipti fyrirtækið og viðskiptavini þess miklu máli að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi við vinnslu afurðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“