fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Fjölskylda Daníels ósátt við niðurstöðu rannsóknarinnar – „Vanvirðing“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. desember 2021 20:30

Daníel Eiríksson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir Daníels heitins Eiríkssonar, sem lést á föstudaginn langa eftir átök við rúmenskan mann sem nú hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi, er mjög ósátt við þá niðurstöðu að ákæra manninn ekki fyrir ásetningsbrot. Rúmeninn hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða.

Fjölskyldan telur að áverkar á Daníel hafi verið of miklir til að um slys geti verið að ræða.

„Vorum bara að frétta þetta í gegnum Vísir.is, vinkona mín sendi mér link. Við vissum bara að þetta væri í rannsókn en höfðum ekki heyrt neitt meira,“ segir Guðný Sigríður Eiríksdóttir, systir Daníels, í samtali við DV. Hún segir föður sinn, Eirík Sigurbjörnsson, einnig vera afar ósáttan við stöðu málsins:

„Ég heyrði í pabba áðan og hann sá þetta líka bara í fréttunum. Hann hafði ekkert heyrt í rannsóknarlögreglunni.“ Að sögn Guðnýjar finnst Eiríki lögregla hafa sýnt fjölskyldunni vanvirðingu með því að upplýsa þau ekki um stöðu málsins svo þau þurftu að frétta um þessa niðurstöðu í gegnum fjölmiðla.

Kona ein sem var nágranni Daníels hefur tjáð fjölskyldunni að hún hafi séð manninn bakka á Daníel. Konan hefur hins vegar ekki fengist til að gefa hann vitnisburð formlega hjá lögreglu, að sögn vegna ótta og einnig vegna tortryggni í garð lögreglu. Guðný telur einnig að lögregla hafi almennt ekki talað nógu vel og ítarlega við nágranna Daníels.

Í ákærunni gegn rúmenska manninum segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum um hliðarrúðu á bíl sem Rúmeninn ók og dregist þannig eða hlaupið með bílnum tæpa 14 metra þar til hann féll í jörðina. Var bílnum ekið á 15 til 20 km/klst. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Er maðurinn einnig ákærður fyrir að vanrækt að koma Daníel til hjálpar.

Fjölskylda Daníel krefur Rúmenann um 15 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“