fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Loka Eldsmiðjunni eftir áramót

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 10:34

Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1986 opnaði Eldsmiðjan í fyrsta skipti og hefur staðurinn því verið starfræktur í 35 ár. Nú virðist vera sem árin verði ekki fleiri því Gleðipinnar, eigendur Eldsmiðjunnar, hafa ákveðið að hætta starfsemi smiðjunnar.

Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigandi Gleðipinna og talsmaður þeirra, segir í samtali við mbl.is að pizzumarkaðurinn hér á landi hafi þróast mikið og breyst á síðustu árum og að Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna.

„Okk­ur Gleðipinn­um þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótíma­bundið frí. Vörumerkið er rót­gróið og sterkt og við mun­um að sjálf­sögðu varðveita það áfram.“

Gleðipinnar ætla sér að opna nýjan pizzustað í húsnæði síðustu Eldsmiðjunnar á Suðurlandsbrautinni, OLIFA – La Madre Pizza.

Jóhannes segir að þó svo að Eldsmiðjan „sé farin í frí“ þá sé aldrei að vita nema að hún skjóti upp kollinum á ný seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

CCP streymir úr eldfjalli

CCP streymir úr eldfjalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“