fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Þakka dýraverndarsamtökunum fyrir aðstoðina en benda á að skyndiákvarðanir gætu „stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun (MAST) hafa í yfirlýsingu þakkað dýravelferðarsamtökunum AWF/STB fyrir veitta aðstoð við rannsókn á meintum alvarlegum brotum gegn velferð blóðtökuhryssna, en samtökin birtu nýlega heimildarmynd sem hefur vakið mikla athygli. Þar má líta aðila sem starfa við blóðtöku úr fyfullum hryssum slá í dýrin með höndum og tólum, hundum sigað á hryssurnar, og það sem lítur út fyrir að vera frekar frumleg og óörugg aðstaða til blóðtöku.

MAST segja í yfirlýsingu í dag að rannsókn málsins haldi áfram og eins sé verið að vinna að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir blóðtöku úr blóðmerum hér á landi.

„Ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot eru ávallt teknar mjög alvarlega hjá stofnuninni.“

MAST segjast hafa opið bréf sem dýravelferðarsamtökin sendu frá sér í gær til hliðsjónar við rannsókn sína.

„Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna.“

MAST segjast styðja að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en það sé mikilvægt að hafa í huga að um fimm þúsund blóðmerar séu haldnar hér á landi.

„Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu