fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Guðbjörgu dauðbrá þegar hún hringdi í Landsbankann – „Al­ger óþarfi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 15:19

Guðbjörg og Landsbankinn - Mynd af Landsbankanum: Andri Marinó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef áður talað um sím­svara fyr­ir­tækja hér, en nú ætla ég aðallega að tala um sím­svara Lands­bank­ans, því að hann er með ein­dæm­um.“

Svona hefst pistill sem Guðbjörg Snót Jónsdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag en hún sendir reglulega inn pistla í blaðið. Ástæðan fyrir því að hún talar um símsvara Landsbankans er sú að henni finnst hann of hávær. „Þessi maður, sem tal­ar inn á hann, er svo há­vær, að maður dauðhrekk­ur við, þegar hann byrj­ar ræðu sína. Það er líkt og hann sé að kalla á Viðeyj­ar­ferj­una, sem stödd er úti í eyj­unni, en hann á bryggj­unni hérna og þarf ekki gjall­ar­horn, eins og hann tal­ar hátt,“ segir hún.

„Svo byrj­ar þulan um appið, net­bank­ann og fleira, og þá hef­ur maður það á til­finn­ing­unni, að hann sé hálf­gert að álasa manni fyr­ir að hringja í bank­ann og trufla fólkið þar. Þá kem­ur ein­hver og býður upp á sím­tal frá bank­an­um, sem ég hef þegar bent á hérna að virki ekki, hvað sem hann seg­ir.“

Guðbjörg bendir starfsfólki bankans á að ekki eru allir eldri borgarar nógu tæknivæddir fyrir allar nýjungarnar. „Mér finnst nú, að fólkið í bank­an­um ætti að vita, að það hafa ekki all­ir eldri borg­ar­ar þessa lands app, ra­f­ræn skil­ríki, snjall­tæki, hvað þá tölvu,“ segir hún.

„Hvað á það þá að gera annað en að hringja í bank­ann, ef maður á ekki heiman­gengt? Það á því ekki að álasa manni fyr­ir það. Fyrst og fremst væri það gott, ef maður­inn í sím­svar­an­um talaði ekki svona óskap­lega hátt í eyrað á manni. Það er al­ger óþarfi. Vin­sam­leg­ast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni