fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

„Grunsamlegur hlutur“ í Mánatúni – Sérsveitin kölluð til í nótt og þrír í haldi lögreglu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 15:31

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru nú í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það sem í tilkynningu er kallað „grunsamlegur hlutur“ fannst í ruslagámi í Mánatúni á fjórða tímanum í nótt. Að sögn lögreglu var kallað til sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins en rannsókn er á frumstigi og lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo búnu.

Tilkynning lögreglu hljóðaði svo:

„Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar vegna málsins.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld