fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Líklegt að 5-11 ára börnum verði boðin bólusetning gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að börnum á aldrinum 5 til 11 ára verði boðin bólusetning gegn kórónuveirunni ef umsögn Lyfjastofnunar Evrópu verður jákvæð. Engin ákvörðun liggur þó fyrir um þetta enn sem komið er því markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis fyrir þennan aldurshóp liggur ekki fyrir í Evrópu.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Pfizer hefur fengið slíkt leyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Ísrael. Fyrirtækið hefur einnig lagt inn umsókn hjá Lyfjastofnun Evrópu sem er nú að fara yfir hana.

En þrátt fyrir að engin ákvörðun hafi verið tekin er búið að panta bóluefni fyrir 5 til 11 ára börn og er sending væntanleg til landsins í lok desember.

Yfirstandandi bylgja er að mestu drifin áfram af smitum hjá börnum 11 ára og yngri en sú staða var ekki uppi í fyrri bylgjum.

Samkvæmt spá COVID-19 Scenario Modeling Hub, sem er samstarfsverkefni bandarískra háskóla og heilbrigðisstofnana um að spá fyrir um þróun faraldursins, getur bólusetning 5 til 11 ára barna í Bandaríkjunum komið í veg fyrir 430.000 smit þar í landi miðað við að Deltaafbrigðið verði áfram ríkjandi. Ef enn meira smitandi afbrigði kemur fram á sjónarsviðið gæti þessi bólusetning komið í veg fyrir 860.000 smit.

Félag bandarískra barnalækna mælir með bólusetningu barna fimm ára og eldri og Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna leggur áherslu á að börn, fimm ára og eldri, séu bólusett því þau geti veikst alvarlega af COVID-19 eins og aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi