fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Líklegt að 5-11 ára börnum verði boðin bólusetning gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að börnum á aldrinum 5 til 11 ára verði boðin bólusetning gegn kórónuveirunni ef umsögn Lyfjastofnunar Evrópu verður jákvæð. Engin ákvörðun liggur þó fyrir um þetta enn sem komið er því markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis fyrir þennan aldurshóp liggur ekki fyrir í Evrópu.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Pfizer hefur fengið slíkt leyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Ísrael. Fyrirtækið hefur einnig lagt inn umsókn hjá Lyfjastofnun Evrópu sem er nú að fara yfir hana.

En þrátt fyrir að engin ákvörðun hafi verið tekin er búið að panta bóluefni fyrir 5 til 11 ára börn og er sending væntanleg til landsins í lok desember.

Yfirstandandi bylgja er að mestu drifin áfram af smitum hjá börnum 11 ára og yngri en sú staða var ekki uppi í fyrri bylgjum.

Samkvæmt spá COVID-19 Scenario Modeling Hub, sem er samstarfsverkefni bandarískra háskóla og heilbrigðisstofnana um að spá fyrir um þróun faraldursins, getur bólusetning 5 til 11 ára barna í Bandaríkjunum komið í veg fyrir 430.000 smit þar í landi miðað við að Deltaafbrigðið verði áfram ríkjandi. Ef enn meira smitandi afbrigði kemur fram á sjónarsviðið gæti þessi bólusetning komið í veg fyrir 860.000 smit.

Félag bandarískra barnalækna mælir með bólusetningu barna fimm ára og eldri og Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna leggur áherslu á að börn, fimm ára og eldri, séu bólusett því þau geti veikst alvarlega af COVID-19 eins og aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“