fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi heimilislæknir segir „áróður“ Áslaugar Örnu vera „óábyrgan“ – Þeir sem verða hvað veikastir eru óbólusettir erlendir verkamenn

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 22. nóvember 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun, skráði sig sem bakvörð í upphafi faraldursins til að aðstoða við þau fjölmörgu verkefni sem sinna þurfti vegna Covid-19. Hann var í fríi í sumar en aftur var leitað til hans í haust þegar verkefnin hrönnuðust upp og erfitt var að finna mannskap.

Haraldur ver nú flestum dögum í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar þar sem hann tekur þátt í að fylgja eftir sjúklingum sem hafa greinst með Covid og eru í einangrun.

„Ég hef orðið var við að það er töluvert af óbólusettu fólki sem er að veikjast. Mikið af þeim eru erlendir verkamenn sem eru fluttir hingað inn til skemmri tíma vegna vinnu. Þeir eru meðal þeirra sem hafa verið að veikjast mest hér,“ segir hann.

„Þær eru auðvitað undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum“

Haraldur bendir þó á að hann hafi jú verið að vinna hér áður en bólusetningarnar komu til og þá hafi verið mun fleiri sem veiktust alvarlega. Engu að síður séu enn margir að veikjast og álagið mikið nú á spítalanum. „Ég er auðvitað bara starfsmaður á plani. Það er erfitt að manna þessar stöður,“ segir hann og vill einfaldlega leggja sitt af mörkum þó hann sé kominn á eftirlaun. Hann situr við að jafnaði fjóra til fimm tíma á dag og finnst það nóg.

Hann er mjög ósáttur við málflutning Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem meðal annars er ráðherra ferðamála, en þær hafa talað fyrir því að minnka allar takmarkanir.

„Mér finnst mjög óábyrgt af yfirmanni almannavarna að vera með þennan áróður,“ segir hann og vísar þar til dómsmálaráðherra. „Þær eru auðvitað undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum og það getur maður fengið í bakið.“

Landamæraskimunin skipti öllu

Haraldur bendir á að vissulega séu óbólusettir erlendir verkamenn sem koma hingað að vinna til skamms tíma skimaður á landamærunum, sem og allir aðrir, og mikilvægt sé að halda í þær takmarkanir.

„Það er nauðsynlegt að við höldum því áfram. Ég var nýlega í sambandi við fjóra Ameríkana þar sem þrír voru bólusettir og einkennalausir en einn með væg einkenni. Þeir voru hins vegar allir með Covid og það greindist vegna þess að þeir voru skimaður á landamærunum. Án þessara takmarkana hefðu þeir fengið að fara út í samfélagið og dreifa þar smitinu. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að þessum skimunum sé haldið áfram og því er ég alveg sammála,“ segir Haraldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar