fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Berglind lenti á grútskítugu hótelherbergi á Tenerife en Úrval Útsýn leysti málið – „Það er eins og þeir hafi makað skít á gólfið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki brjáluð út í Úrval Útsýn, ég er brjáluð út í Mannlíf,“ segir Berglind Ýr Baldvinsdóttir, Tenerife-fari, en Mannlíf birti í morgun frétt af óförum Berglindar varðandi skítugt hótelherbergi á Tenerife. Er Berglind í fyrsta lagi ósátt við að Mannlíf hafi tekið frásögn hennar og ljósmyndir úr lokuðum FB-hópi án leyfis og í öðru lagi að Mannlíf hafi sagt að hún væri brjáluð út úr Úrval Útsýn vegna málsins, sem hún segir vera alrangt.

Hvað sem því líður þá er því ekki að neita að hótelberbergið sem beið Berglindar var grútskítugt.  Berglind lýsti aðkomunni svo í FB-hópnum:

„Við erum á Hotel Oro Negro og þetta er hótelherbergið sem við erum í, það er fullbókað svo ekki möguleiki að fá annað herbergi en þvílíkur viðbjóður, það er eins einhver hafi mjakað skít a gólfið, flísarnar á gólfinu eru brotnar og mygla i öllu. Ég mæli ekki með þessu og maðurinn er ekki góður.“

Hotel Oro Negro er þriggja stjörnu hótel.

Málið fór betur en á horfðist og var leyst fyrir milligöngu Úrvals Útsýnar og er nú búið að þrífa herbergið töluvert. Berglind ætlar ekki að láta þessa uppákomu spilla ferðinni og gefur hún Úrval Útsýn og fararstjóranum í ferðinni toppeinkunn fyrir viðbrögðin.

„Mér líður sko dásamlega á eyjunni enda komið hér áður,“ segir Berglind og hlær. Við óskum henni góðrar dvalar á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér