fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Berglind lenti á grútskítugu hótelherbergi á Tenerife en Úrval Útsýn leysti málið – „Það er eins og þeir hafi makað skít á gólfið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki brjáluð út í Úrval Útsýn, ég er brjáluð út í Mannlíf,“ segir Berglind Ýr Baldvinsdóttir, Tenerife-fari, en Mannlíf birti í morgun frétt af óförum Berglindar varðandi skítugt hótelherbergi á Tenerife. Er Berglind í fyrsta lagi ósátt við að Mannlíf hafi tekið frásögn hennar og ljósmyndir úr lokuðum FB-hópi án leyfis og í öðru lagi að Mannlíf hafi sagt að hún væri brjáluð út úr Úrval Útsýn vegna málsins, sem hún segir vera alrangt.

Hvað sem því líður þá er því ekki að neita að hótelberbergið sem beið Berglindar var grútskítugt.  Berglind lýsti aðkomunni svo í FB-hópnum:

„Við erum á Hotel Oro Negro og þetta er hótelherbergið sem við erum í, það er fullbókað svo ekki möguleiki að fá annað herbergi en þvílíkur viðbjóður, það er eins einhver hafi mjakað skít a gólfið, flísarnar á gólfinu eru brotnar og mygla i öllu. Ég mæli ekki með þessu og maðurinn er ekki góður.“

Hotel Oro Negro er þriggja stjörnu hótel.

Málið fór betur en á horfðist og var leyst fyrir milligöngu Úrvals Útsýnar og er nú búið að þrífa herbergið töluvert. Berglind ætlar ekki að láta þessa uppákomu spilla ferðinni og gefur hún Úrval Útsýn og fararstjóranum í ferðinni toppeinkunn fyrir viðbrögðin.

„Mér líður sko dásamlega á eyjunni enda komið hér áður,“ segir Berglind og hlær. Við óskum henni góðrar dvalar á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“