fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Formaður Úrvinnslusjóðs segir af sér – Sjóðurinn ekki skilað ársskýrslu í fimm ár og sætir nú rannsókn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. nóvember 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, Laufey Helga Guðmundsdóttir, hefur sagt af sér. Þetta staðfesti hún í samtali við blaðamann Stundarinnar sem greinir frá málinu.

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds, gjald sem er lagt á ákveðnar vörur við innflutning og við sölu innlendrar framleiðslu, ökutæki og úrvinnslugjald/skilagjald á drykkjavöruumbúðir. Úrvinnslusjóður semur einnig við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli verksamninga.

Stjórn sjóðsins er skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra til fjögurra ára í senn.

Stundin greinir frá því að ítrekað hafi verið reynt að ná í Laufeyju til að ræða starfsemi sjóðsins, en hún hafi ekki séð sér fært að verða við viðtalsbeiðni sökum anna.

Alþingi samþykkti í lok maí að Ríkisendurskoðun skyldi gera rannsókn á starfsemi sjóðsins, meðal annars til að kanna hvers vegna sjóðurinn hafi ekki skilað ársskýrslum í yfir fimm ár.

Stundin hefur heimild fyrir því að mikill titringur sé innan stjórnar Úrvinnslusjóðs vegna rannsóknarinnar. En í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er meðal annars rakið hvernig sjóðurinn vanrækti að sækjast eftir skaðabótum frá einum stærsta móttökuaðila íslensks plasts erlendis, sænska fyrirtækisins Swerec sem varð uppvíst af því að ljúga til um endurvinnslutölur.

Þar er einnig rakið að íslensku fyrirtækin SorpaTerra og Íslenska gámafélagið hafi alltaf fengið greitt fyrir að senda plast í endurvinnslu þó svo að stærsti hluti þess rati aldrei raunverulega í endurvinnslu.

Mikið af plastinu endi svo í Malasíu en Stundin hefur það eftir starfsmanni samtakanna Greenpeace þar í landi, Heng Kiah Chun, að fyritæki sem taki við plastinu þar beri mörg enga virðingu fyrir lögum, reglum og umhverfinu heldur séu aðeins að sækjast eftir gróða.

„Þið verðið að fara að hætta að senda vandamálin ykkar til okkar, við eigum nóg með okkur sjálf. Þið eruð mun ríkari en við, en af einhverri ástæðu finnst ykkur sniðug hugmynd að senda plastúrganginn frá ykkar heimalandi til okkar. Næst þegar þið standið yfir endurvinnslutunnunni ykkar með plastið í höndunum, spyrjið ykkur sjálf, hvar endar þetta? Spyrjið líka fyrirtækin á Íslandi sem eru að endurvinna plastið ykkar hvar plastið endar og krefjist svara – því við erum orðin þreytt á því að þurfa að þrífa upp eftir ykkar eigin neyslu.“

Nánar má lesa um málið í ítarlegri yfirferð Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“