fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Elliði vill að nýr þjóðarleikvangur rísi utan Reykjavíkur – „Þetta er sjálfgefið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 12:36

Elliði fyrir framan tillöguna sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, vill að nýr þjóðarleikvangur rísi í bæjarfélaginu sínu. „Þetta er sjálfgefið, nýjan þjóðarleikvang í Ölfusið!!!“ segir Elliði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Það er löngu kominn tími á nýjan þjóðarleikvang, bæði fyrir íþróttir innandyra sem og fyrir knattspyrnu. Besti kosturinn er að byggja þau mannvirki utan Reykavíkur.“

Elliði fer þá yfir kosti þess að reisa þjóðarleikvanginn utan Reykjavíkur. „Margt mælir með því að staðsetja slíkan leikvang í Ölfusi við Þrengslin austanverð. Ríkið er ráðandi landeigandi þar og lóðakostnaður þverrandi, nægt er plássið og skipulagsmál því aðgengileg, aðgengi einkabíla sem og vegna almenningssamgangna er auðvelt. Sveitarfélagið gæti sem best fellt niður gatnagerðargjald og þannig sparað hundruði milljóna,“ segir hann til dæmis.

„Þessu til viðbótar má nefna að við þetta svæði er mikið af orku og auðvelt að gera svæðið sjálfbært með hita og rafmagn, stutt er í Leifsstöð um Suðurstrandaveg, mikið af hótelum og veitingastöðum í næsta nágrenni og aksturinn til Reykjavíkur rétt um 20 mínútur. Drífum í þessu.“

Með færslunni birtir Elliði mynd til að sýna hvernig þjóðarleikvangur við Þrengslin gæti litið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið