fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Par lamdi 13 ára dreng í höfuðið með barefli og krafði hann um verðmæti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 05:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 21.23 í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um líkamsárás og ránstilraun í Kópavogi. Þar hafði 13 ára drengur verið sleginn í höfuðið með barefli af pari sem hafði veist að honum og krafið hann um allt sem hann hafði meðferðis. Parið forðaði sér tómhent af vettvangi í strætisvagni án þess að ná mununum af drengnum. Málið er til rannsóknar.

Ungur maður hlaut höfuðáverka á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar hann datt af rafmagnshlaupahjóli í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um alvarleika áverka hans.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptir ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa notað farsíma í akstri en hann lenti í umferðaróhappi í Árbæ á fyrsta tímanum í nótt.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur á móti rauðu ljósi og annar fyrir að aka með útrunnin ökuréttindi. Sá þriðji var kærður fyrir að nota farsíma í akstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur