fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt frelsissviptingarmál fer loksins fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 17:00

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik sem átti sér stað þann 4. janúar árið 2019 er nú loksins að verða að dómsmáli. Á mánudaginn verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu og kynferðisofbeldi gegn konu.

Samkvæmt ákæru bauð maðurinn konunni inn í íbúð til sín föstudagskvöldið 4. janúar árið 2019 og hélt henni síðan nauðugri í íbúðinni í þrjár klukkustundir. Jafnframt því að varna konunni því að komast út úr íbúðinni er maðurinn saga hafa beitt hana ofbeldi. Ákært er fyrir nauðgun og frelsissviptingu, en orðrétt segir í ákærunni:

„…fyrir nauðgun og frelsissviptingu, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 4. janúar 2019 boðið A, kennitala […], inn í íbúð sína í húsinu […] við […] í Reykjavík og varnað henni að komast út úr íbúðinni og svipt hana frelsi sínu allt að þrjár klukkustundir, og á þeim tíma með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, beitt A kynferðisofbeldi meðal annars í stofu og í svefnherbergi, en ákærði bar hana tvívegis inn í svefnherbergi þar sem hann kastaði henni á rúm og settist ofan á hana, setti fingur tvívegis inn í leggöng hennar, káfaði margsinnis á líkama hennar innan- og utanklæða, setti tungu sína nokkrum sinnum inn í munn hennar, tók upp bol hennar og sleikti á henni brjóstin, beit í axlir hennar og nuddaði á henni axlirnar, en af þessu hlaut A húðroða á vinstri öxl.“

Af hálfu hins opinbera er krafist þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan sem varð fyrir hinni meintu árás gerir einkaréttarkröfu um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Sem fyrr segir er fyrirtaka í málinu á mánudag, 15. nóvember. Ákæra var gefin út í málinu þann 26. ágúst eða meira en tveimur og hálfu ári eftir að atburðurinn átti sér stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi