fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Hafði í hótunum við fólk vopnaður exi og stórum klippum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var handtekinn í Hlíðahverfi í nótt en hann var í annarlegu ástandi og var vopnaður exi og stórum klippum. Hann hafði í hótunum við fólk. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Miðborginni var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að viðkomandi væri sviptur ökuréttindum. Reyndi ökumaðurinn að villa á sér heimildir með því að gefa upp ranga kennitölu en lögreglumenn sáu við honum. Á ökumaðurinn kæru yfir höfði sér fyrir að aka sviptur ökuréttindum og fyrir að villa á sér heimildir.

Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hans að ræða á þeirri sviptingu. Annar ók ótryggðri bifreið og gat ekki framvísað skilríkjum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

1.200 smit í gær

1.200 smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn gaf vini sínum Loga Bergmanni engan afslátt í Vikunni – „Já, feðraveldið fellur að lokum“

Gísli Marteinn gaf vini sínum Loga Bergmanni engan afslátt í Vikunni – „Já, feðraveldið fellur að lokum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósátti rithöfundurinn Bragi Páll fékk það óþvegið í kommentakerfi DV en svarar hressilega fyrir sig

Ósátti rithöfundurinn Bragi Páll fékk það óþvegið í kommentakerfi DV en svarar hressilega fyrir sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“