fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Kolsvört skýrsla um Menntamálstofnun – Áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 07:53

Arnór Guðmundsson er forstjóri Menntamálastofnunar.Mynd:Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast hefur gert um stöðuna hjá Menntamálastofnun (MMS) fá yfirstjórn stofnunarinnar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum eru sjö af ellefu áhættuþáttum metnir rauðir en það táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt er að bregðast við tafarlaust.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en blaðið hefur skýrsluna undir höndum. Fram kemur að í skýrslunni segi meðal annars: „. . . núverandi stjórnarhættir hafa skapað óæskilegan starfsanda sem ógnar öryggi og heilsu starfsfólks.“

Öll þau atriði sem eru metin rauð snúa að stjórnunarháttum og meirihluti starfsfólks hefur lýst yfir vantrausti á hendur Arnóri Guðmundssyni, forstjóra.

Fréttablaðið segir að í matinu komi fram að helmingur starfsfólks telji sig hafa orðið vitni eða upplifað einelti, kynbundna eða kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Bæði starfsánægja og starfsandi innan stofnunarinnar eru metin sem svo að þeim sé mjög ábótavant og fram kemur að í samtölu við starfsfólk hafi komið fram að óheilbrigð þróun starfsanda hafi fengið að viðgangast lengi en þessa þróun megi rekja til stjórnunarhátta.

Tillögur um greiningu, fræðslu og stjórnendahandleiðslu eru ekki sagðar hafa borið árangur og dæmi eru um „alvarlegar afleiðingar á sjálfsmynd og lífsánægju starfsfólks“ að því er segir í skýrslunni. Einnig kemur fram að upp hafi komið tilfelli alvarlegra veikinda, fjarveru frá vinnu í langan tíma og uppsagnir. Í viðtölum við starfsfólk komu fram skýrar vísbendingar um að margir hafi íhugað uppsögn ef ekki verði gerðar breytingar á yfirstjórn stofnunarinnar.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að þrír starfsmenn hafi sagt upp störfum vegna stjórnunarvanda, stefnuleysis, hentileikastefnu, skort á yfirsýn yfir verkefni og fjármál og vegna eineltistilburða Arnórs Guðmundssonar, forstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“