fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Sérsveitin í viðbragðsstöðu þegar bogamaður var handtekinn á Selfossi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður með boga og örvar var handtekinn á Selfossi í morgun. Lögreglu barst tilkynning um manninn klukkan 04:18 um nóttina, en þá var hann á gangi um Tryggvatorg á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Lögregla fór á vettvang og fann manninn innan skamms. Hún fylgdist með ferðum hans um nokkurra stund, án hans vitneskju, og ákvað að lokum að handtaka hann á Árvegi til móts við Hörðuvelli.

Fram kemur í tilkynningunni að handtakan hafi farið fram án mótþróa. Þegar lögreglan hafi beðið hann um að leggja niður vopn sín hafi hann gert það samstundis.

Hann var færður í fangageymslu á Selfossi og bíður þess nú að verða yfirheyrður um ferðir sínar og fyrirætlanir. Fram kemur að yfirheyrslan muni fara fram um leið og ástand mannsins leyfir.

Mikill viðbúnaður var að hálfu lögreglu vegna atviksins, sérsveit ríkislögreglustjóra var sett í viðbragðsstöðu, sem og sjúkraflutningamenn á Selfossi. Það er í samræmi við verklagsreglur sem varða það þegar fengist er við vopnaða menn.

Í yfirlýsingu lögreglu segir að frekari upplýsingar um málið verði ekki gefnar að sinni en málið sé til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“