fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 25. október 2021 21:08

Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn, og Einar Þorsteinsson, RUV. Samsett mynd úr Kastljósi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mannlegu mistökin sem yfirkjörstjórn segir að hafi orðið eru eiginlega tölfræðilega nánast ómöguleg, að níu atkvæði sem voru vitlaust talin – af nærri 18 þúsund atkvæðum – hafi endað í einum fimmtíu atkvæða bunka Viðreisnar, fyrsta bunkanum sem formaður yfirkjörstjórnar tók upp og skoðaði áður en hann ákvað að telja aftur.“

Þetta sagði Einar Þorsteinsson, dagskrárgerðarmaður RUV, í upphafi Kastljóss í kvöld. Þar fékk hann til sín tvo menn sem voru þingmenn samkvæmt fyrri talningu í kjördæminu en duttu út eftir endurtalninguna, þá Karl Gauta Hjaltason Miðflokki og Guðmund Gunnarsson Viðreisn. Formanni yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, Inga Tryggvasyni, var ennfremur boðið í þáttinn en hann afþakkaði það.

Kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi virðist engan enda ætla að taka en hluti yfirkjörstjórnar ákvað að fara í endurtalningu upp úr hádegi á sunnudeginum eftir kosningar jafnvel þó ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á nauðsyn þess. Formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, hafi þá haft samband við formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, Inga Tryggvason, og bent honum á hversu litlu munaði í talningunni vegna uppbótarþingmann Viðreisnar.

Fram kom í fundargerð kjörstjórnar að Ingi mætti fyrstur allra eftir að kjörstjórn hafði tekið sér hlé til að hvíla sig, og að hann var einn með óinnsigluðum kjörgögnum áður en fleiri aðilar komu á staðinn.

Áður en Karl Gauti fór í stjórnmál stýrði hann talningu í suðurkjördæmi árum saman og hefur hann því mikla þekkingu á þessu ferli. Hann kærði málið til lögreglu sem komst að því að lög hefðu verið brotin þar sem kjörgögn voru ekki innsigluð og vildi að Ingi Tryggvason greiddi sekt upp á 250 þúsund krónur en aðrir kjörstjórnarmenn sekt upp á 150 þúsund krónur. Allir hafa mótmælt sektargreiðslunni en með því að samþykkja hana væri fólk jafnframt að játa á sig brot. Ingi er starfandi dómari við héraðsdóm Reykjaness og þykir heldur óheppilegt ef dómari myndi játa á sig brot sem formaður kjörstjórnar. Sitjandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skipaði Inga dómara á síðasta ári.

„Það að kæra til lögreglu var rétt ákvörðun hjá mér. Það hefur komið í ljós að þarna var víða pottur brotinn, í meðferð kjörgagna fyrst og fremst, það er að segja þau voru ekki innsigluð. Innsigli eru auðvitað alfa og ómega alls í kosningum,“ sagði Karl Gauti í Kastljósi.

Guðmundur benti á að kæra hans vegna kosninganna væri í sjö liðum. „Það er ekki eitt það er allt.“

Þá spurði hann: „Hvað gerist þarna í rauninni frá því að tölur eru gefnar út frá fyrri talningu, og þangað til að ákveðið er að fara í endurtalningu – hvaða samtöl áttu sér stað, hvaða ákvörðun eða hvaða mat lá til grundvallar því að fara í endurtalningu?“

Guðmundur nefndi sömuleiðis að það væri engin nýlunda að það munaði litlu í kosningum, og spurði hvenær væri það mjótt á munum að það kalli á endurtalningu.

Samkvæmt lýsingu yfirkjörstjórnar, eða hluta hennar, tók Ingi næsta dag upp fimmtíu atkvæða bunka frá Viðreisn og í ljós kom að þar voru 8 atkvæði merkt Sjálfstæðisflokki og eitt merkt Framsóknarflokki. Þau atkvæði virtust því hafa verið mistalin, en tölfræðilegar líkur á þessu væru hverfandi.

Um þetta sagði Guðmundur í Kastljósi í kvöld: „Þetta er allt mjög grunsamlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Í gær

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann

Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann