fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Guðrún leiðir Graðar Gellur – „Sumar vita lítið, aðrar eru atvinnukonur í þessu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. október 2021 16:30

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdarstjóri Stefs. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í semptember á þessu ári voru félagasamtökin Graðar gellur skráðar í fyrirtækjaskrá Skattsins. Félagasamtökin vöktu nokkra athygli á samfélagsmiðlinum Twitter í gær, líklega vegna nafnsins á samtökunum.

En hvað gera félagasamtökin Graðar gellur? Líklega er best að spyrja stjórnarformann samtakanna, Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóri STEFs og lögmann að því:

„Heyrðu, Graðar gellur eru félagasamtök sem að núna eru í 26 konur og við erum sem sagt áhugakonur um ræktun íslenska hestsins og vorum að kaupa graðhest. Þetta snýst um graðhesta,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann þegar hann forvitnaðist um störf félagasamtakanna.

„Okkur finnst þetta líka ótrúlega fyndið,“ sagði Guðrún svo þegar blaðamaður sagðist hafa gaman að nafninu í tengslum við störf samtakanna.

Ljóst er að félagasamtökin stefna langt en þau eru nú þegar búin að kaupa hest til ræktunar. „Jú, við erum bara búin að festa kaup á fola frá Skagafirði sem er mjög fallegur og við berum miklar vonir við. Nú stendur frammi hjá okkur, þetta er mjög lýðræðislegt félag, kosning um nafnið á folanum því hann er enn nafnlaus.“

Guðrún segir að sér og hinum 25 konunum sem eru í samtökunum hafi gaman að þessu. „Okkur finnst þetta mjög skemmtilegt. Við erum eiginlega núna bara að bíða eftir því að Losti eða Blush hafi samband við okkur og bjóði okkur samstarf, það væri mjög við hæfi og við bíðum mjög spennt eftir því samtali.“

Meðlimir samtakanna eru mismiklir sérfræðingar í íslenska hestinum. „Við erum allar áhugakonur um íslenska hestinn, sumar vita lítið, aðrar eru atvinnukonur í þessu og allt þar á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum