fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 08:45

Björn H. Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Sorpu ákvað á síðasta stjórnarfundi sínum að ganga til samninga við Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Morgunblaðið greinir frá.  Björn var rekinn úr starfi sínu hjá Sorpu í febrúar síðastliðinn í kjölfar svartrar skýrslu um stjórnarhætti og áætlanagerð vegna gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi en þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir við störf Björns, sérstaklega varðandi upplýsingagjöf til stjórnar og gerð kostnaðaráætlunar vegna verkefnisins.

Upphaflegur kostnaður við GAJA-verkefnið nam um 3,7 milljörðum króna en sá kostnaður hefur farið úr böndunum og stendur nú í rúmum 6,1 milljarði króna. Þá er fyrirséð að kostnaðurinn mun enn aukast. Verksmiðjunni var lokað fyrr í sumar vegna þess að myglugró fundust í límtréseiningum  í þaki og burðarvirki versmiðjunnar. Kostnaður við lagfæringar verður ærinn og talið er að starfsemi verksmiðjunnar geti legið niðri í heilt ár. Nýlega var síðan greint frá því að starfsleyfi verksmiðjunnar væri í uppnámi í ljósi þess að aðeins lífrænn úrgangur mætti fara inn í verksmiðjuna en sá úrgangur sem hefur verið notaður hingað til er aðeins 70% lífrænn. Forsendur starfseminnar virðast því brostnar.

Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu

 

Eins og áður segir var fyrrum framkvæmdastjóri Sorpu gerður að einskonar blóraböggli fyrir klúðrinu í áðurnefndri skýrslu og síðan með brottvikningunni. Hann brást við með því að fara í mál við fyrirtækið og fara fram á 167 milljónir króna í miskabætur.

Í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins kemur fram að á síðasta stjórnarfundi hafi verið lagt fram minnisblað um málið gegn Birni og í kjölfarið hafi verið ákveðið að ganga til samninga við hann. Mun framkvæmdastjórinn fyrrverandi fá sex mánaða laun greidd til viðbótar við sex mánaða uppsagnarfrest sem hann hafði áður fengið greiddan. Þá greiðir Sorpa lögfræðikostnað Björns sem nemur 1,5 milljón króna.

„Ég held að það sé best fyr­ir alla að þetta sé frá­gengið og við get­um farið að snúa okk­ur að upp­bygg­ing­unni,“ seg­ir Líf Magneu­dótt­ir, formaður stjórn­ar Sorpu, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi