fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Andlitslyfting Kolaportsins klýfur þjóðina í tvennt – „Kolaportið dó þegar lyktin fór“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 12:39

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eiga flestir Íslendingar minningar um helgarferðir í kolaportið þar sem maður þræddi sölubásana til að kíkja á úrvalið, nældi sér í harðfisk og gúmmulaði og leyfði börnunum jafnvel að kaupa einn dularfullan lukkupakka – þó innihaldið væri líklega ekkert sérstaklega spennandi þá er erfitt að setja verðmiða á gleðina sem fylgir því að vera barn að opna einhvern dularfullan pakka, vitandi að það sé happ og glapp hvort að innihaldið sé eigulegt eða ekki.

Minningu um að kaupa sér ódýr gleraugu sem maður gæti tekið með sér út að skemmta sér og ekki fengið móral ef þau týndust. Kannski minningu frá því að gæsa vinkonu, úr ratleik með vinnufélögum, eða bara til að drepa tímann á sunnudegi. Svona mætti líklega halda lengi áfram. Kolaportið á stað í hjarta þjóðarinnar og því þegar fregnir bárust af andlitslyftingu þessa sögufræga flóamarkaðar brá mörgum í brún.

Kolaportið eins og við þekktum það er úr sögunni. Fisklyktin fékk að víkja fyrir diskóljósum og nú má þar finna bar og aðstöðu fyrir skemmtanahöld og veislur. Til stendur að Kolaportið verði opið á virkum dögum og muni í nýrri mynd vera markaðstorg, með viðburðartorgi, verslun og þjónustu. Frá þessu var greint í frétt Vísis í gær.

Það kemur líklega ekki á óvart að skiptar skoðanir séu á þessum breytingum. Margir syrgja nú Kolaport barnæsku þeirra og hneykslast á þessari aðför að þjóðargersemi. Aðrir benda á að Kolaportið hafi hreinlega orðið fórnarlamb tímans og líklega fái markaðurinn nýtt líf eftir breytingar og geti því orðið vettvangur nýrra minninga næstu kynslóða.

Kolaportið á að vera illa lyktandi

Margir eiga eftir að sakna fiskilyktarinnar, án hennar sé varla hægt að tala um Kolaportið lengur. Sjarmi Kolaportsins hafi falist í því að það var ögn subbulegt, þar var fiskilykt, þröngir gangar, mikið af fólki og gjarnan þungt loft.

Kolaportið var löngu dáið

Aðrir fagna breytingunum og benda á að Kolaportið hafi í raun löngu verið dáið. Líklega hafi þeir sem gagnrýna breytinguna ekki lagt ferð sína þangað í þó nokkurn tíma og löngu kominn tími á að glæða það nýju lífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“