fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hnífsstunga við Breiðholtslaug: Sérsveitin á svæðinu og búið að handtaka árásarmanninn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. október 2021 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu fékk DV fregnir af því að maður hafi verið stunginn með hnífi hjá Breiðholtsslaug. Miðað við myndir sem DV fékk sendar frá vettvangi var maðurinn stunginn í magann, þá má einnig sjá sérsveitarmenn á svæðinu.

Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti að árásin hafi átt sér stað við Breiðholtslaug í samtali við DV.

„Þetta er bara í gangi, það var held ég ekki í lauginni sjálfri en það er búið að handtaka gerandann. Ég veit ekki hvað voru miklir áverkar, þetta er bara í vinnslu hjá okkur þannig ég get ekki sagt neitt frekar,“ segir Þóra í samtali við DV.

„Þetta var fyrir utan held ég, ég bara er ekki komin með það á hreint. Það er bara verið að vinna þetta.“

Að sögn lögreglu á vettvangi er um að ræða átök drengja sem virðist hafa farið úr böndunum. Lögreglan á svæðinu staðfesti að atvikið hafi átt sér stað í Breiðholtslaug. Þá var sérstaklega tekið fram að málið tengist ekki Fjölbrautaskóla Breiðholts sem er í næsta húsi.

Fjölmennt lið lögreglu var á vettvangi þegar blaðamann DV bar að og var árásarmaðurinn þá þegar í haldi lögreglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu