fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Skoðunarmiðasvik á Austfjörðum kostuðu hann milljón – Rannsókn með smásjármyndavél leiddi fölsunina í ljós

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 17. október 2021 09:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi á föstudag refsingu yfir karlmanni sem dæmdur var fyrir að falsa skoðunarlímmiða á bifreið í sinni eigu á Seyðisfirði vorið 2019.

Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að þann 18. maí 2019 hafi lögreglan á Austurlandi veitt því eftirtekt að jepplingur væri kyrrstæður fyrir utan verkstæðis- og geymsluhúsnæði í útjaðri sveitarfélagsins. Þegar þeir könnuðu málið frekar hafi grunur vaknað um að númeraplöturnar væru ekki af bílnum sem um ræðir.

Kom þá á daginn að eigandi bifreiðarinnar hafi tekið númeraplötur af öðrum bíl, smærri bíl, sem einnig var í sinni eigu og sett á umræddan jeppling. Númeraplöturnar af jepplingnum hafði maðurinn lagt inn til Umferðarstofu, og var því jepplingurinn ótryggður.

Við nánari athugun hafi þá loks komið í ljós að bæði jepplingurinn og hinn bíllinn væru óskoðaðir. Þrátt fyrir það var gulur „20“ skoðunarmiði á númeraplötunni umræddu. Vaknaði þá grunur um að miðinn væri falsaður.

Í dómi héraðsdóms segir að miðarnir hafi verið skoðaðir í smásjárlitmyndavél af lögreglufulltrúa sem komst að þeirri niðurstöðu að miðarnir væru, vissulega, falsaðir. Hafði maðurinn prentað miðana á laser-pappír og límt á númeraplötuna.

Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist maðurinn einfaldlega hafa gert mistök og sett rangar plötur á bílinn. Staðhæfði maðurinn jafnframt að hann hefði fengið fölsuðu skoðunarmiðana hjá „tilteknum manni,“ sem hann mundi þó ekki hver væri. Sagði hann að verknaðurinn hefði líklega átt að vera „smá grikkur“ sem lögreglan hefði eyðilagt með afskiptum sínum af málinu.

Héraðsdómur ákvarðaði refsingu 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Landsréttur ákvað hins vegar nú fyrir helgi að maðurinn skyldi greiða 150 þúsund króna sekt í stað fangelsisins, en ellegar sæta fangelsi í 12 daga. Þá þarf maðurinn að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um 400 þúsund krónur til viðbótar við kostnað vegna málsins í héraðsdómi. Samtals um 800 þúsund krónur, auk sektarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“