fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fréttir

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. október 2021 21:13

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt norsku hagstofunni (SSB) eru 69 íslenskir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Kongsberg. Eins og sakir standa hefur enginn haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð,“ segir Sveinn Guðmarsson, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, við fyrirspurn DV um stöðu mála varðandi Íslendinga í Kongsberg í Noregi, í kjölfar árásar manns með boga á vegfarendur í bænum undir kvöldið.

„Að sinni er lítið um málið að segja,“ segir Sveinn en vísar í tilkynningu sem sendiráð Íslands í Osló birti fyrr í kvöld: „Fyrr í kvöld birti sendiráðið í Ósló tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem Íslendingar í Kongsberg og nágrenni voru hvattir til að láta aðstandur vita af sér ef allt væri í lagi en hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef þeir þyrftu á aðstoð að halda.“

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Íslendingar í Kongsberg í Noregi: látið aðstandendur vita ef það er í lagi með ykkur en hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112 ef aðstoðar er þörf. Sendiráðið fylgist vel með framvindu mála í Kongsberg. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Mikið álag er á símkerfi borgarinnar þessa stundina og því best að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.
Við munum birta frekari upplýsingar eftir atvikum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Furðar sig á þessu varðandi áfengisgjöldin – „Ísland er æ meira úr takti við önnur ríki“

Furðar sig á þessu varðandi áfengisgjöldin – „Ísland er æ meira úr takti við önnur ríki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirspurn um stæði fyrir hreyfihamlaða við skólann hafnað

Fyrirspurn um stæði fyrir hreyfihamlaða við skólann hafnað
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður
Fréttir
Í gær

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir Dani kokhrausta: „Fílingurinn“ er sá að þennan leik eigi þeir að vinna

Þorvaldur segir Dani kokhrausta: „Fílingurinn“ er sá að þennan leik eigi þeir að vinna
Fréttir
Í gær

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar