fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið – Grindhvalshræ dregin um borð í Þór

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á varðskipinu Þór dró um fimmtíu grindhvalshræ úr fjörunni í Melavík á Ströndum um borð í varðskipið Þór í dag. Grindhvalina rak á land í Árneshreppi á Ströndum fyrr í mánuðinum. Hræin voru dregin með léttbátum varðskipsins og hífð með krana um borð í Þór.

Íbúar af bæjum í nágrenninu létu sitt ekki eftir liggja og léttu áhöfninni á varðskipinu lífið með því að draga hvalina nær flæðarmálinu með dráttarvél. Samvinna áhafnarinnar og íbúa svæðisins gekk afar vel.

Varðskipið var komið í Melavík um klukkan tíu í morgun og áhöfnin hófst þegar handa við að draga hræin úr fjörunni þegar í þangað var komið.

Síðustu dýrin voru dregin úr fjörum við Árnes og litlu Ávík á sjötta tímanum. Varðskipið kemur til með að sigla með hræin út fyrir sjávarfallsstrauma og sleppa þeim í sjó djúpt norður af Langanesi.

Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Þór, segir að verkefnið hafi gengið vonum framar. „Þetta er búið að ganga afskaplega vel og það sem stóð upp úr í dag var samvinna fólksins hér á svæðinu og áhafnarinnar á Þór. Hún var algjörlega til fyrirmyndar. “ segir Páll.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar áhöfnin dregur hvalshræin:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði