fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

Örlagarík fasteignaflétta Birgis í Lúxemborg dregur dilk á eftir sér – Gjaldþrota, dæmdur og nú ákærður fyrir fjárdrátt

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. október 2021 20:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Birgi Baldursson fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar, en umboðssvik og tilraun til umboðssvika til vara. Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum mun Birgir hafa haft umboð til þess að sjá um sölu fasteignar í bænum Gonderange, rétt norðan við höfuðborg smáríkisins Lúxemborg. Sex einstaklingar áttu misstóra hluti í fasteigninni auk Birgis, sem átti 3/32 hluta.

Segir í ákærunni að eigendur fasteignarinnar hafi veitt Birgi umboð til þess að annast sölu fasteignarinnar í ágúst 2014. Var, samkvæmt því umboði, söluandvirði eignarinnar að frádregnum kostnaði, samtals 477.036 evrur, millifært inn á reikning Birgis við Banque de Luxembourg í kjölfar sölu hennar. Hlutur hans af andvirðinu var 41.910 evrur. Afganginum átti hann að deila út til fyrrum meðeigenda sinna, en gerði ekki, að því er segir í ákærunni.

Þess í stað er Birgir sagður hafa millifært fjármunina án heimildar inn á aðra bankareikninga í fimm færslum. Sú fyrsta í október 2014 og sú síðasta 2. desember 2014. Samtals tókst honum að millifæra 251.568 evrur með þessum hætti, um 39 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, ef marka má ákæruna.

5. desember kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg bankareikning Birgis að kröfu fyrrum meðeigenda hans að fasteigninni. Var honum tilkynnt um kyrrsetninguna 6 dögum síðar. Tveim dögum eftir það reyndi Birgir þó aftur að millifæra 65.000 evrur af reikningnum eins og hann hafði gert fimm sinnum áður, en vegna kyrrsetningarinnar varð bankinn ekki við þeirri ósk hans.

Í janúar 2016 staðfesti héraðsdómur í Lúxemborg fyrrnefnda kyrrsetningu og dæmdi Birgi jafnframt til þess að greiða meðeigendum sínum hlut þeirra í söluandvirðinu. Segir í ákærunni að meðeigendurnir sjö hafi leyst til sín það sem eftir stóð kyrrsett inni á bankareikningi Birgis í Lúxemborg og höfðað innheimtumál gegn honum hér á Íslandi árið 2017. Birgir var úrskurðaður gjaldþrota í nóvember það sama ár.

Skiptum á þrotabúi Birgis lauk 23. mars í fyrra án þess að nokkuð fyndist upp í kröfurnar sem gerðar voru. Segir í ákærunni að kröfurnar séu að öllum líkindum tapaðar.

Ekki er að sjá á ákærunni að brotaþolar mannsins geri neinar einkaréttarlegar kröfur vegna málsins.

Málið er nú til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur og er fyrirtaka í málinu á dagskrá 29. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns
Fréttir
Í gær

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“
Fréttir
Í gær

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“
Fréttir
Í gær

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir