fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fréttir

Aðeins 8% vilja Bjarna Ben sem næsta forsætisráðherra – Þjóðin vill Kötu Jak

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:35

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 7,6% þjóðarinnar vill fá Bjarna Benediktsson í forsætisráðuneytið. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðinnar könnunar Maskínu. 813 svöruðu könnun Maskínu og sagðist yfirgnæfandi meirihluti vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram í sínu embætti. 9,8% aðspurðra vilja Sigurð Inga sem næsta forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa nú rætt saman í rétt rúman hálfan mánuð um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Lítið hefur kvisast út um hvað sé rætt og hvernig gangi.

Frá því Maskína kannaði síðast sömu spurningar hefur fylgi formanna allra stjórnmálaflokka nema VG og Framsókn í forsætisráðherrastólinn hrunið. Í síðustu könnun Maskínu sögðust 36% vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Sögðust þá 13,3% vilja Bjarna Benediktsson. 10,1% vildu Sigurð Inga.

Athygli vekur að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur Bjarna Benediktssonar, fékk 24,4% atkvæða í síðustu kosningum. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn, ef marka má könnun Maskínu, atkvæði þrefalt fleiri einstaklinga en vilja fá formann hans í forsætisráðuneytið.

Ekki þarf því að teygja sig langt til að lesa það úr þessari könnun að kjósendur vilja óbreytta skipan ríkisstjórnar, en flokkarnir þrír sem að henni standa hafa nú 38 þingmanna meirihluta, eftir að Birgir Þórarinsson bættist í hóp Sjálfstæðismanna með miklum látum síðustu helgi.

Ljóst er að Katrín hefur ekki úr mörgum öðrum stjórnarmynstrum að velja takist ekki að semja við þá Bjarna og Sigurð. Vinstri græn hafa þó aðeins átta þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 16 og Framsókn 13. Þannig vantar Sjálfstæðis og Framsóknarflokkum aðeins tvo þingmenn upp á hreinan meirihluta. Hins vegar þyrfti Katrín að takast að semja við alla aðra flokka en Sjálfstæðisflokk og Framsókn til þess að ná meirihluta.

Þá má vera ljóst að þrátt fyrir mikið fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa kjósendur ekki mikla lyst á samsteypustjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, án aðkomu Katrínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Mjög hættulegur samkvæmt geðlæknum

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Mjög hættulegur samkvæmt geðlæknum