fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Rósinkrans fannst látinn í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. október 2021 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósinkrans Már Konráðsson, sem leitað hefur verið að undanfarna tíu daga, fannst látinn í sjónum í Köpingsvik, í Kalmarsundi, rétt fyrir hádegi í dag.  Sænski fréttamiðilinn Ölandsbladet greinir frá.

Rósinkrans féll af sæþotu í Kalmarssundi, undan strönd Borgholm í Öland í Svíþjóð þann 25. september síðastliðinn. Lík hans fannst loks skammt frá þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Það voru kafarar, sem voru við æfingar á svæðinu, sem að fundu Íslendinginn fyrir tilviljun. Hann lætur eftir sig unnustu og þrjá syni.

Sjónarvottur tilkynnti um að hafa séð mann falla af sæþotunni, rúma tvö hundruð metra frá landi.

Eins og DV hefur fjallað um héldu vinir Rósinkrans utan til að leita að honum. Um tíma voru 15 manns við leitina, aðallega ættingjar og vinir, en sænsk yfirvöld sýndu leitinni lítinn áhuga.

Víðir Víðisson, frændi Rósinkrans, sem tók þátt í umfangsmikilli leit að frænda sínum, kvaddi hann með þessum orðum fyrr í dag:
„Elsku Rósinkrans, ég veit að þú munt halda áfram að vernda mig og vera í hjartanu mínu og ég óska þess svo innilega að þú finnist því ég vil ekki skilja þig eftir úti á sjó!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“