fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Tekist á um meint prófsvindl í Háskóla Íslands

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur fellt úr gildi ákvörðun Háskóla Íslands um að veita nemanda 0,0 í lokaprófi sínu í Lífrænni efnafræði II og svipta hann rétt til endurtökuprófs vegna meints svindls nemandans í prófinu. Þá var áminning sem nemandanum var veitt ógild.

Úrskurðurinn var felldur í lok desember síðasta árs en var birtur á vefsvæði áfrýjunarnefndarinnar í dag.

Vegna samkomutakmarkana síðastliðið vor var um svokallað heimapróf að ræða og því tekið í tölvu á heimili hvers nemanda fyrir sig þann 30. apríl í fyrra. Tæpum mánuði síðar, í lok maí, var nemandanum tilkynnt að hann væri undir grun um að hafa svindlað á prófinu og kallaður á fund deildarforseta, kennara námskeiðsins og kennslustjóra sviðsins. Svindlið sem nemandinn var sagður hafa stundað fólst í því að afrita svör við spurningum í efnafræði af vefsíðunni Chegg.com og gera að sínum eigin í prófinu. Úrlausn nemandans við einni spurningu á prófinu þótti með eindæmum lík úrlausn á vefsíðunni fyrrnefndu.

Í andmælabréfi sínu mótmælti nemandinn málsmeðferð málsins innan stjórnsýslu Háskólans og sagði skólann hefði mistekist að sanna hið meinta svindl. Sagði nemandinn HÍ jafnframt ekki hafa gefið sér tækifæri til þess að andmæla ákvörðun skólans á öllum stigum málsins, að málið hefði dregist óhóflega í meðferð innan stjórnsýslunnar. Þá sagði nemandinn að ásakanir skólans væru það óskýrar að erfitt hefði reynst að verjast þeim. Að lokum hélt nemandinn því fram að reglur háskólans væru óskýrar og stönguðust á við lög um opinbera háskóla.

Í úrskurði nefndarinnar segir að nemandinn hafi ekki fengið að andmæla niðurstöðu sérfræðiálits sem Háskólinn aflaði sér við meðferð málsins. Álit sérfræðingsins hefði haft það mikla þýðingu fyrir efnislega niðurstöðu málsins sem var jafnframt íþyngjandi fyrir nemandann að rétt hefði verið að veita nemandanum tækifæri til að andmæla niðurstöðunni.

Nefndin gaf lítið fyrir aðrar málsástæður nemandans en brot Háskólans á andmælareglunni þótti nægja til þess að ógilda ákvörðun HÍ. Í ljósi þessa fall nemandans á prófinu með 0,0 og ákvörðun um að meina honum um að taka endurtökupróf felld úr gildi. Þá var áminning nemandans jafnframt ógild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst