Þriðjudagur 09.mars 2021
Fréttir

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 14:51

mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands sakfelldi í gær mann fyrir alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á Heiðarvegi í Vestmannaeyjum þjóðhátíðarhelgina 2019. Mun árásarmaðurinn hafa snemma að morgni á laugardeginum kýlt brotaþola einu hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll til jarðar, tvíkjálkabrotinn og hlaut eymsli í hnjám og í baki.

Maðurinn var sakfelldur fyrir brot á 218. gr. almennra hegningarlaga, sem snýr að alvarlegri líkamsárás. Alla jafna er ekki ákært fyrir alvarlega líkamsárás nema talsvert líkamstjón hljótist af árásinni eða ef að barefli eða önnur vopn séu notuð.

Fórnarlamb mannsins krafðist 1,6 milljóna skaða- og miskabóta vegna árásarinnar auk vaxta og dráttarvaxta auk kostnaðar vegna lögmanns síns. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan málskostnað sem hlytist af málinu.

Árásarmaðurinn játaði sök sína fyrir dómi en mótmælti fjárhæð bótakröfu fórnarlambs síns. Maðurinn hefur áður áður hlotið fjóra dóma fyrir margvísleg brot. Segir í nýuppkveðnum dómi Héraðsdóms Suðurlands að maðurinn hafi hlotið dóm fyrir alvarlega líkamsárás, verið fundinn sekur um fíkniefnalagabrot og brot á skilorði árið 2013.

Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi, en í ljósi skýlausrar játningar mannsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð.

Þá skal maðurinn greiða allan sakarkostnað, samtals um 180 þúsund krónur auk málskostnaðar, 55 þúsund króna. Þar að auki þarf maðurinn að greiða fórnarlambi sínu hálfa milljón í miskabætur og 106 þúsund krónur í skaðabætur auk 150 þúsund króna greiðslu vegna málskostnaðar brotaþola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt
Fréttir
Í gær

Karlmaður og sex ára barn slösuðust í fjöldaárekstrinum í gær

Karlmaður og sex ára barn slösuðust í fjöldaárekstrinum í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barði bíla með hamri

Barði bíla með hamri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“