fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fréttir

Þungt hljóð í mönnum vegna lekans í HÍ – Starfsemin verður lömuð mánuðum saman

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 09:36

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan núna er sú að það er búið að dæla mesta vatninu úr byggingunum en svo er bara verið að sjúga upp restarnar með vatnssugum og dælum,“ segir Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda og tæknimála Háskóla Íslands í samtali við DV, vegna lekans mikla sem varð í byggingum háskólans í nótt.

Það var rétt fyrir kl. 1 í nótt sem stór kaldavatnsleki í lokahúsi vatnsveitu, sunnan við aðalbyggingu HÍ, kom upp og lak mikið vatn inn í byggingar skólans. „Lekinn uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni. Framkvæmdir hafa verið í gangi við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og er lekinn talinn tengdur þeim,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Ummerki um framkvæmdirnar við Suðurgötu hafa blasað við vegfarendum í langan tíma og DV spurði Kristinn út í tjónaskyldu vegna málsins.

„Við eigum eftir að fara yfir hvar ábyrgðin liggur, við erum bara rétt í aðgerðunum núna og það er ennþá myrkur úti,“ segir Kristinn.

Hann telur tjónið hlaupa á hundruðum milljóna króna. Lekinn er í aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og Árnagarði.

„Það hefur verið mikið fjarnám í gangi undanfarið en það mun öll starfsemi lamast hér í einhvern tíma, við munum ekki getað notað stóran hluta af þessum byggingum mánuðum saman,“ segir Kristinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Engin smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“