fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 05:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt henti maður, sem er sagður hafa verið ógnandi, vörum út um öll gólf verslunar í miðborginni. Hann var farinn af vettvangi er lögreglan kom en fannst skömmu síðar. Hann var í annarlegu ástandi og vildi ekki tjá sig um það sem gerst hafði.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi staðinn að vöruþjófnaði úr verslun í miðborginni. Hann reyndist vera á reynslulausn og má ekki neyta vímuefna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á áttunda tímanum voru tvær konur staðnar að þjófnaði á matvöru úr verslun í Hlíðahverfi. Þær voru fluttar á lögreglustöð til skýrslutöku en voru síðan frjálsar ferða sinna.

Um klukkan 20 var tilkynnt um umferðaróhapp og afstungu í Árbæjarhverfi, engin slys urðu á fólki. Tjónvaldurinn var handtekinn skömmu síðar en hann er grunaður um ölvun við akstur. Hann sagðist hafa drukkið áfengi eftir að akstri lauk. Hann var fluttur til hefðbundinnar sýnatöku og síðan vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er staðinn að akstri eftir að hann var sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum