fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 05:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt henti maður, sem er sagður hafa verið ógnandi, vörum út um öll gólf verslunar í miðborginni. Hann var farinn af vettvangi er lögreglan kom en fannst skömmu síðar. Hann var í annarlegu ástandi og vildi ekki tjá sig um það sem gerst hafði.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi staðinn að vöruþjófnaði úr verslun í miðborginni. Hann reyndist vera á reynslulausn og má ekki neyta vímuefna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Á áttunda tímanum voru tvær konur staðnar að þjófnaði á matvöru úr verslun í Hlíðahverfi. Þær voru fluttar á lögreglustöð til skýrslutöku en voru síðan frjálsar ferða sinna.

Um klukkan 20 var tilkynnt um umferðaróhapp og afstungu í Árbæjarhverfi, engin slys urðu á fólki. Tjónvaldurinn var handtekinn skömmu síðar en hann er grunaður um ölvun við akstur. Hann sagðist hafa drukkið áfengi eftir að akstri lauk. Hann var fluttur til hefðbundinnar sýnatöku og síðan vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er staðinn að akstri eftir að hann var sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík