fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Reykjavik Chips á Vitastíg – Laminn með málmskeið í andlitið

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært mann fyrir líkamsárás, en maðurinn er sagður hafa ráðist á annan mann og slegið hann tvisvar sinnum í andlitið með málmskeið. Atvikið átti sér stað á milli jóla og nýárs árið 2018 á veitingastaðnum Reykjavik Chips á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur. Hlaut maðurinn af árásinni skurð á vinstri kinn sem sauma þurfti með þremur sporum.

Ákæran var gefin út í október á síðasta ári en þar sem lögreglan hefur ekki tekist að hafa upp á manninum var ákæran birt í morgun í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn er erlendur ríkisborgari, og má fastlega gera ráð fyrir því að hann sé farinn úr landi.

Lögmaður fórnarlambsins gerir þá kröfu að ákærði verði dæmdur til þess að greiða skjólstæðingi sínum 863 þúsund krónur rúmar í bætur. Þá gerir saksóknari lögreglunnar þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan málskostnað sem af málinu hlýst.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 2. mars næstkomandi. Er ákærði kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi, að því er segir í fyrirkalli sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar segir jafnframt að mæti maðurinn ekki megi hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir