Laugardagur 27.febrúar 2021
Fréttir

Ágúst í Slæs segir ásakanir um hugverkstuld kolrangar – Merki Slæs úr einum stærsta myndabanka í heimi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 19:39

Ágúst Arnar Ágústsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Arnar Ágústsson, annar eigandi pizzustaðarins Slæs sem nýlega var opnaður í Iðnbúð 2 í Garðabæ, segir fréttir og orðróm um að merki félagsins sé stolið vera kolrangar. Hann bendir á að merkið hafi verið keypt í stærsta myndabanka heims, Shutterstock. Ágúst hafði samband við DV og greindi frá þessu.

DV greindi í gær frá umræðum í Facebook-hópnum Markaðsnördar þar sem því var haldið fram að merki staðarins væri stolið.

Rekstrarfélag pizzustaðarins Slæs er í eigu Einars Ágústssonar, bróður Ágústs Arnar Ágústssonar. Einar var sakfelldur fyrir fjársvik í tengslum við fjársöfnunarsíðuna Kickstarter.

Þá hefur ákæra á hendur Einar og Ágústi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zúista sem þeir stofnuðu árið 2015.

Heiti pizzustaðains Slæs er skemmtileg vísun í enska orðið slice, eða sneið, og vísar þá væntanlega til pizzusneiðar. 30% opnunartilboð er á öllum pizzum Slæs samkvæmt Facebook-síðu staðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi