fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ágúst í Slæs segir ásakanir um hugverkstuld kolrangar – Merki Slæs úr einum stærsta myndabanka í heimi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 19:39

Ágúst Arnar Ágústsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Arnar Ágústsson, annar eigandi pizzustaðarins Slæs sem nýlega var opnaður í Iðnbúð 2 í Garðabæ, segir fréttir og orðróm um að merki félagsins sé stolið vera kolrangar. Hann bendir á að merkið hafi verið keypt í stærsta myndabanka heims, Shutterstock. Ágúst hafði samband við DV og greindi frá þessu.

DV greindi í gær frá umræðum í Facebook-hópnum Markaðsnördar þar sem því var haldið fram að merki staðarins væri stolið.

Rekstrarfélag pizzustaðarins Slæs er í eigu Einars Ágústssonar, bróður Ágústs Arnar Ágústssonar. Einar var sakfelldur fyrir fjársvik í tengslum við fjársöfnunarsíðuna Kickstarter.

Þá hefur ákæra á hendur Einar og Ágústi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zúista sem þeir stofnuðu árið 2015.

Heiti pizzustaðains Slæs er skemmtileg vísun í enska orðið slice, eða sneið, og vísar þá væntanlega til pizzusneiðar. 30% opnunartilboð er á öllum pizzum Slæs samkvæmt Facebook-síðu staðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum