fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 22:27

Skjáskot af myndbandi sem sýndi átök frá Borgarholtsskóla á miðvikudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki réttlátt að fólk sé að drulla yfir okkur á kommentakerfum fjölmiðlanna og á Facebook,“ segir stúlka sem ekki vill láta nafns síns getið en hafði samband við DV vegna umfjöllunar um átökin í Borgarholtsskóla á miðvikudag.

Þegar fréttamenn og ljósmyndarar Stöðvar 2 nálguðust hóp unglinga fyrir utan Borgarholtsskóla eftir að lögregla og sjúkralið voru farin af vettvangi brugðust sum  ungmennin illa við. „Drullaðu þér í burt. Burt, núna. Vinur minn lenti í þessu, drullaðu þér í burtu, NÚNA,“ öskraði einn pilturinn á frétta- og upptökufólk Stöðvar 2 og ljóst var að hann og félagar hans voru mjög ósáttir með starfslið Stöðvar 2. Þá reyndi sá sami einstaklingur einnig að setja hönd fyrir myndavélarlinsuna.

Stúlkan sem hafði samband við DV í kvöld var á vettvangi og hún bendir á að skriða neikvæðra ummæla um piltinn sem brást svona illa við sé mjög særandi. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað þetta hafi verið erfiðar og krefjandi aðstæður. „Fólk hefur verið að drulla yfir strákinn sem var að ýta við myndavélinni hjá Stöð 2. Við erum stór vinahópur og við vorum öll hérna. Það var nýbúið að fara með vin okkar í burtu í sjúkrabíl og við vorum að vísa mömmu hans bestu leiðina á sjúkrahúsið. Við vorum öll bara pirruð og reið yfir því að vinur okkar hefði lent í þessu.“

Hún segir að vinur hennar hefði bæði orðið fyrir hnífum og hafnaboltakylfu í átökunum. Hann megi hins vegar vera feginn með hve vel hann þó slapp en meiðsli hans eru ekki alvarleg. „Við vorum ekki í stuði fyrir þetta og vildum ekki hafa fréttamiðla á staðnum.“

Blaðamaður benti stúlkunni á að það væri  ekki óeðlilegt að fjölmiðlar væru á vettvangi þegar svo fréttnæmir atburðir ættu sér stað. Stúlkan sagðist þá vilja koma því á framfæri að þetta væri viðkvæmt mál fyrir alla í skólanum og hún frábað sér enn og aftur dómhörku á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“