fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Skelkuðum börnum ógnað í Hólagarði – „Við heyrðum börn gráta“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 18:29

Hólagarður - Skjáskot af Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Hólagarði fóru fram hópslagsmál í dag en sjónarvottar segja tvo menn hafa verið að slást en einnig að þeir hafi ógnað ungmennum sem voru á svæðinu. Fréttablaðið greindi frá málinu og ræddi við vitni að slagsmálunum.

„Við heyrðum börn gráta og sáum tvo menn takast á, annar þeirra virtist vera reyna að slást við börnin sem voru mjög skelkuð,“ sagði starfsmaður Afrozone í samtali við Fréttablaðið um málið.

Fréttablaðið ræddi við annað vitni sem mætti á vettvang eftir að slagsmálin voru búin. Sá sagði að lögreglan hafi mætt þegar átökunum var lokið. Þá sagði sama vitnið að lögreglan hafi tekið skýrslu af fólki á svæðinu.

„Lög­reglan var að ræða við ungan pilt sem hafði greini­lega verið að reyna að stöðva á­tökin,“ segir vitnið og tekur fram að pilturinn hafi verið með sár sem blæddi úr á höndunum.

Rætt var við lögregluna en lítið var um upplýsingagjöf frá þeim að sögn Fréttablaðsins. Lögreglan vildi til að mynda ekki staðfesta hvort að um hópslagsmál hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Í gær

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm