fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Vopnað rán framið í KFC í Sundagörðum – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 20:39

Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnað rán var framið á KFC í Sundagörðum milli kl. 19 og 20 í kvöld. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Grímuklæddur maður, vopnaður tveimur eldhúshnífum, ógnaði þar starfsstúlku í afgreiðslunni. Fjórir lög­reglu­bílar voru sendir á vett­vang til að bregðast við ráninu en lög­reglan vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort maðurinn hafði peninga á brott með sér eða ekki en afgreiðslustúlkan opnaði peningakassann. Rætt er við vitni sem segja afgreiðslufólk og viðskiptavini hafa hlaupið út af staðnum. Þá segir að afgreiðslustúlkan hafi verið í miklu áfalli er hún var flutt á lögreglustöðu til skýrslutöku vegna málsins.

Uppfært kl. 23:25:

Í tilkynningu úr dagbók lögreglu sem send var til fjölmiðla í kvöld segir að maðurinn hafi verið handtekinn og enginn hafi hlotið meiðsl í árásinni:

„Laust eftir 19:30 í kvöld var tilkynnt um rán á skyndibitastað í austurhluta borgarinnar. Gerandinn, karlmaður, var handtekinn stuttu siðar nærri vettvangi í mjög annarlegu ástandi. Hann hafði ógnað starfsfólki með eggvopni en náði engum fjármunum. Karlmaðurinn gistir nú fangageymslur og rætt verður við hann morgun. Starfsfólk fyrirtækisins fékk sálræna aðstoð frá lögreglu en einn aðili þurfti aðhlynningu á slysadeild vegna áfallsins. Engin líkamleg meiðsli voru á fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“