fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ótrúleg tortryggni innan lögreglunnar – Héldu árum saman að félagi þeirra þægi mútur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 17:30

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn um sakamálarannsókn á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar sem lekið var fyrir síðustu helgi vitna um gífurlega tortryggni innan deildarinnar, þar sem sögusagnir um lögreglufulltrúann hlóðust upp og grasseruðu árum saman. Fram kemur að átta lögreglumenn innan deildarinnar leituðu til yfirmanns með áhyggjur og kvartanir yfir meintum aðgerðum lögreglufulltrúans.

Rannsókn héraðssaksóknara virðist hins vegar hrekja ásakanirnar. Í vitnisburði eins lögreglumanns kemur fram að grunur hans um að lögreglufulltrúinn væri spilltur var eingöngu byggður á sögusögnum og orðspori sem af sögusögnunum hlaust.

Burðardýr handtekin of snemma

Héraðssaksóknari skoðaði vinnubrögð í ýmsum rannsóknum sem lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum tiltóku, þar sem þá grunaði að lögreglufulltrúinn hefði verið að gera Antoni Kristni Þórarinssyni greiða, manni sem lögreglan áleit árum saman vera stórtækan fíkniefnasala en var einnig uppljóstrari lögreglunnar. Meðal annars var kvartað undan rannsókn þar sem burðardýrum fíkniefna var veitt eftirför frá Keflavíkurflugvelli en fólkið var síðan handtekið áður en það hafði afhent fíkniefnin. Lögreglan hafði grun um hver viðtakandinn var. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu töldu að viðtakandinn væri Anton og að lögreglufulltrúinn stæði að baki því að burðardýrin voru handtekin áður en þau höfðu afhent fíknefnin. En við rannsókn héraðssaksóknara kom í ljós að þetta var rangt, Anton var staddur á öðrum stað í Reykjavík en afhendingarstað efnanna. Einhverjir lögreglumenn héldu því ranglega fram að búið hefði verið að staðsetja Anton sem móttakanda fíkniefnanna. Hann var hins vegar grunaður í þessu máli, sem snerist um innflutning á kókaíni, sakfelldur í héraði en sýknaður í hæstarétti.

Sú ákvörðun að handtaka burðardýrin fyrir afhendingu mun hafa verið byggst á ótta sem kom upp um að missa sjónar á efnunum.

Tjá sig bara um lekann sjálfan en ekki gögnin

Talsmenn lögreglunnar hafa ekkert tjáð sig um innihald gagnanna. Viðbrögðin snúa að því hvað það sé alvarlegt að trúnaðargögnum á borð við þessi sé lekið. Þeim spurningum er hins vegar ósvarað hvers vegna lögreglan kom á föstu upplýsingasambandi við mann sem álitinn var vera stórtækur fíkniefnasali og hvað olli því að lögreglumenn innan fíkniefnadeildar héldu árum saman að félagi þeirra þægi mútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð