fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

PR-klúður í uppsiglingu – Yngsti þingmaðurinn gæti dottið útaf þingi og karlar aftur í meirihluta

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að karlmenn yrðu í meirihluta á

Eins og greint var frá fyrr í dag þá stendur til að endurtelja öll atkvæði í Norðvesturkjördæmi.  Ástæða þess að ákvörðun er tekin um endurtalningu er lítill munur á atkvæðamagni sem gæti þýtt tilfærslu á jöfnunarþingsætum, og þá jafnvel víðar en í þessu kjördæmi. Sama staða var uppi á teningnum í Suðurkjördæmi en þar var ákveðið að endurtelja ekki atkvæðin.

Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu og áhugamaður um kosningar, fer yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að Viðreisn vanti aðeins tvö atkvæði til þess að staða jöfnunarþingmanna fari í fullkomið uppnám.

Þannig myndu þingmenn eins og Lenya Rún Taha Karim (P), Hólmfríður Árnadóttir (VG), Rósa Björk Brynjólfsdóttir (S), Guðmundur Gunnarsson (C) og Karl Gauti Hjaltason (M) detta útaf þingi ef þessi tveggja atkvæða sveifla raungerist.

Inn myndu koma í stað þeirra Bergþór Ólason (M), Gísli Rafnar Ólason (P), Orri Páll Jóhannesson (VG), Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Guðbrandur Einarsson (C).

Tíðindin myndu einnig þýða að Lenya Rún yrði ekki yngsti þingmaður sögunnar eins og greint hefur verið frá auk þess sem að karlar yrðu þá með nauman  meirihluta á konur innan veggja Alþingis.

Friðjón Friðjónsson, almannatengill og verðandi varaþingmaður, segir að um fullkomið PR-klúður yrði að ræða þar sem að erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í að fjalla um að þá staðreynd að Ísland sé fyrst Evrópulanda til þess að veita konum meirihluta á þjóðþingi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“