fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Sjálfsvíg íslenskra lögreglumanna annað hvert ár – „Útköll þar sem börn eru í vanda, deyja jafnvel“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. september 2021 13:06

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að allavega annað hvert ár falli lögreglumaður fyrir eigin hendi en gera megi því skóna að talan sé hærri, enda séu sjálfsvíg almennt vantalin hér á landi.

„Við hjá Landssambandinu fórum að velta þessari staðreynd fyrir okkur af því að lögreglumönnum eru boðnar ýmsar leiðir, svo sem sálfræðiþjónusta og félagastuðningur. Af hverju er þetta ekki að virka?“

Fjölnir segist hafa farið að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að gera eitthvað til að lögreglumenn nýti sér það sem er í boði. „Hugmyndin er því að setja af stað þetta verkefni til að láta þessi úrræði virka,“ segir hann og bendir á að vitað sé hvers lags hjálp þurfi, þetta snúist um að hún sé nýtt.

Í vikunni skrifuðu þau Fjölnir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri undir samkomulag um samstarf gegn kulnun í starfi á meðal lögreglumanna.

Markmiðið með samkomulaginu er að koma á fræðsluátaki um vinnutengda kulnun meðal lögreglumanna og eru þau Sigríður og Fjölnir sammála um að engin vanþörf sé þar á og þó ýmis úrræði séu í boði fyrir lögreglumenn til að létta á sér vanti mögulega fræðslu til að þeir nýti sér þau.

Sigríður bendir á að vandinn liggi í menningunni sem lengi hefur verið við lýði innan lögreglunnar. „Ég byrjaði til dæmis á Suðurnesjum fyrir margt löngu og þar sögðu mér eldri lögreglumenn að þegar þeir hættu í starfi, hefðu gömlu draugarnir og öll erfiðu útköllin skyndilega læðst aftan að þeim. Við ákváðum því að passa betur upp á þá sem voru að ljúka störfum. Við sáum líka ungt fólk sem var að fara í gegnum erfiðar upplifanir hjá okkur, eins og útköll þar sem börn eru í vanda, deyja jafnvel, sjálfsvíg og annað slíkt, þetta tekur gríðarlega á. Ég skyldaði því yfirmennina til að fara til sálfræðings,“ segir Sigríður enda fannst henni ekki hægt að búast við því að starfsfólkið leitaði sér hjálpar á meðan yfirmennirnir forðuðust það.

Greinina í Fréttablaðinu í heild sinni má lesa hér í PDF-útgáfu af blaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Í gær

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Í gær

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“